19.09.2019
Það er ánægjulegt að horfa yfir hjólastandana við skólann okkar þessa dagana. Nemendur og starfsfólk eru dugleg að koma gangandi og hjólandi í skólann sem gleður okkur mikið og gerir okkur öllum kleift að vera betur tilbúin í daginn.
Lesa meira
09.09.2019
Blönduskóli hefur ákveðið að taka þátt í Göngum í skólann, verkefni á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og fleiri aðila. Göngum í skólann verður sett hér í skólanum mánudaginn 9. september og lýkur föstudaginn 20.september.
Lesa meira
05.09.2019
Blönduskóli hefur verið svo lánsamur að frábærir einstaklingar hafa komið í skólann og hlustað á börnin lesa fyrir sig og nú langar okkur að bæta í hópinn, því mikilvægi lesturs hefur marg sýnt sig.
Lesa meira
13.08.2019
Blönduskóli verður settur fimmtudaginn 22. ágúst næstkomandi kl. 11:00 í Blönduóskirkju. Foreldrar eru hvattir til þess að koma með börnum sínum. Að lokinni skólasetningarathöfn munu nemendur hitta umsjónarkennara sína og fá afhentar stundatöflur.
Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá föstudaginn 23. ágúst.
Lesa meira
27.05.2019
Föstudaginn 31. maí verður útihátíð Blönduskóla frá kl. 11-13. Foreldrar eru velkomnir á hátíðina.
Kl. 17 verða skólaslit Blönduskóla í Félagheimilinu á Blönduósi.
Lesa meira
22.05.2019
Vorsýning á verkum nemenda í Blönduskóla verður á efri hæð íþróttahússins föstudaginn 24. maí frá kl. 15-18.
Þá gefst bæjarbúum tækifæri á að koma og skoða þá vinnu sem nemendur hafa verið að vinna í vetur í myndmennt, textílmennt og öðrum námsgreinum.
Sýningin verður opin frá 15-18 og allir eru velkomnir. Foreldrar og aðrir ættingjar nemenda sérstaklega hvattir til að mæta.
Lesa meira
20.05.2019
Skólavikuna 20.-24. maí er símalaus vika hjá öllum nemendum skólans.
Lesa meira
03.05.2019
Nú stendur yfir nafnasamkeppni um nýtt nafn á skóladagheimili Blönduskóla.
Hægt er að skila inn tillögum í grænan kassa sem er staðsettur á 1. hæð í nýja skóla eða á netfangið hulda@blonduskoli.is
Hægt er að skila inn tillögum til og með 24. maí.
Lesa meira