Fréttir

Litlu jólin

Litlu jólin verða haldin föstudaginn 20. desember 2019. Dagskráin hefst kl. 10:00 og er áætlað að henni verið lokið um 12:30.
Lesa meira

Skreytingadagur á morgun

Á morgun er árlegur skreytingadagur. Hefðbundin kennsla brotin upp með einhverju jólastússi en íþróttatímar verða þó í öllum bekkjum.
Lesa meira

Skólahald fellur niður á morgun þriðjudag og á miðvikudag

Allt skólahald fellur niður í Blönduskóla, bæði skóla og skóladagheimili, á morgun þriðjudag og á miðvikudag. Veðurspáin er verulega slæm fyrir okkar svæði og hefur veðurstofa gefið út appelsínugula og rauða viðvörun.
Lesa meira

Jólakósý

Jólakósý verður miðvikudaginn 4.desember kl. 16:30- ca. 19:00. Verður það með svipuðu sniði og síðasta ár en breytt staðsetning og verður það haldið í Harmonikkusalnum, Þverbraut 1. Foreldrafélagið verður með föndur til sölu . 10.bekkur verður með kaffisölu og nemendur frá Tónlistarskólanum verða einnig með tónlistaratriði.
Lesa meira

Aðalfundur Foreldrafélags Blönduskóla í kvöld kl. 20:00

Aðalfundur Foreldrafélags Blönduskóla verður haldinn í kvöld, 2. desember kl 20:00 í Blönduskóla. Allir foreldrar í Blönduskóla eru hvattir til að mæta og vera virkir þàtttakendur í félaginu okkar.
Lesa meira

Fab lab og smíðavals sýning 2. desember

Mánudaginn 2. desember verður sýning á verkefnum nemenda sem hafa verið í Fab lab og smíðavali. Sýningin verður í stofu 10 í Nýja skóla.
Lesa meira

Erasmus+ heimsókn

Dagana 5.-9. nóvember komu góðir gestir í Blönduskóla vegna Erasmus+ verkefnis sem skólinn tekur þátt í. Fengu þeir að fylgjast með skólastarfinu og að taka virkan þátt í kennslu.
Lesa meira

Bingó

9. og 10. bekkur Blönduskóla halda bingó í Félagsheimilinu þriðjudaginn 19. nóvember. Húsið verður opnað kl.18:30 og bingóið byrjar kl. 19:00
Lesa meira

Þemadagar

Þemadagar hefjast á morgun og standa fram á föstudag. Þemað í ár er Austur-Húnavatnssýsla. Kennsla verður frá 8:00-12:30 hjá öllum bekkjum og er því engin kennsla eftir hádegi nema hjá þeim unglingum sem aðstoða í íþróttaskólanum og eru í smíða-vali.
Lesa meira

Vináttudagurinn - dagur gegn einelti

Það er margt um að vera í Blönduskóla þessa dagana. Um síðustu helgi var vetrarfrí hjá okkur frá föstudegi til mánudags. Næst komandi föstudag er svo Vináttudagur - dagur gegn einelti en þá munu vinabekkir hittast um morguninn.
Lesa meira