Fréttir

Skólasetning haustið 2020

Blönduskóli verður settur fimmtudaginn 20. ágúst næstkomandi. Vegna Covid-19 verður ekki unnt að hafa sameiginlega athöfn en nemendur mæta til sinna umsjónarkennara í 30 - 60 mínútur í sínar umsjónarstofur. Foreldrum er velkomið að koma með börnum sínum í 1. - 4. bekk en einungis einu foreldri með barni og foreldrar verða að hafa með sér grímur og hanska vegna þess að við getum ekki tryggt tveggja metra regluna. Foreldrar eru beðnir að gæta að öllum sóttvarnarreglum. Ekki er gert ráð fyrir foreldrum með nemendum í 5. - 10. bekk en ef einhverjir óska eftir að koma þá verða viðkomandi að hafa samband við skólastjórnendur.
Lesa meira

Blönduskóli auglýsir eftir skólaliða í 80% starf

Blönduskóli auglýsir eftir skólaliða. Um er að ræða 80% starf. fjölbreytt starf þar sem mikil áhersla er lögð á mannleg samskipti bæði við fullorðna og börn. Skólaliði sér um öll almenn þrif, tekur á móti nemendum að morgni, sér um gæslu í frímínútum og hádegishléi bæði úti og inni og margt fleira. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 10. ágúst 2020.
Lesa meira

Blönduskóli auglýsir eftir kennurum fyrir skólaárið 2020 - 2021

Um er að ræða tvær 100% stöður: -Staða umsjónarkennara á yngsta stigi, 100% staða til eins árs frá 1. ágúst 2020 til 31. júlí 2021 vegna afleysingar. Allar almennar kennslugreinar. -100% staða kennara frá 1. ágúst 2020 þar sem aðaláhersla er á kennslu nemenda með annað móðurmál en íslensku.
Lesa meira

Blönduskóli auglýsir eftir starfsfólki í eftirfarandi stöður fyrir skólaárið 2020-2021

Kennara - tvö 100% störf Ritara – 60% starf Skólaliða - 80% starf Skólaliði á Skóladagheimili - 45% starf Stuðningsfulltrúa - tvö u.þ.b. 50% störf
Lesa meira

Takk fyrir veturinn! -Sumarkveðja frá Blönduskóla

Þann 29. maí voru skólaslit í Blönduskóla. Starfsfólk Blönduskóla sendir nemendum og forráðamönnum barna í Blönduskóla, sem og öðrum Blönduósingum sumarkveðjur og þakkar fyrir þennan óvenjulega en góða vetur.
Lesa meira

Skóladagatal 2020-2021

Skóladagatal fyrir næsta skólaár er komið inn á heimasíðu skólans. Hægt er að nálgast það í flýtileið hér á forsíðu eða hér.
Lesa meira

Námsmaraþon 10. bekkjar

Föstudaginn 8. maí til laugardagsins 9. maí ætla nemendur 10. bekkjar Blönduskóla að vera í skólanum og læra í 24 klukkustundir í námsmaraþoni. Námsmaraþonið er hluti af fjáröflun bekkjarins vegna vorferðar sem áætluð er í lok maí.
Lesa meira

Fyrirlestrar fyrir foreldra

Menntavísindasvið í samstarfi við Heimili og skóla ýtir úr vör fyrirlestraröð á ZOOM fyrir foreldra.
Lesa meira

Grímuball á öskudaginn

Árlegt grímuball Blönduskóla og Barnabæjar verður á sínum stað í Félagsheimilinu á Blönduósi á öskudaginn, miðvikudaginn 26. febrúar. Húsið opnar kl. 16:15 og hálftíma síðar verður marserað, dansað, kötturinn sleginn úr tunnunni og dansað meira. Ballinu lýkur kl. 18:00. Miðaverð er kr. 500 fyrir grímuklædda en kr. 1.000 fyrir aðra.
Lesa meira

Skóla aflýst á morgun og frestun árshátíðar

Appelsínugul viðvörun er fyrir Norðurland vestra allan daginn á morgun, föstudaginn 14. febrúar og fram að miðnætti. Vegna slæmrar veðurspár og tilmæla frá Almennanefnd Norðurlands-vestra verða því bæði grunn- og leikskóli lokaðir. Árshátíð Blönduskóla verður færð aftur um sólahring og verður haldin laugardaginn 15. febrúar kl. 19:00.
Lesa meira