Fréttir

Laus störf í Blönduskóla næsta skólaár

Við leitum að öflugum liðsauka fyrir næsta skólaár.
Lesa meira

Skóladagatal 2019-2020

Skóladagatal fyrir skólaárið 2019-2020 er komið á heimasíðuna undir Skólinn -> Skóladagatal.
Lesa meira

Framsagnarkeppnin 4. apríl í Húnavallaskóla

Framsagnarkeppni grunnskólanna í Húnavatnsþingi verður haldin fimmtudaginn 4. mars kl. 14 í Húnavallaskóla. Þrír keppendur úr 7. bekk koma frá hverjum skóla, þ.e. Blönduskóla, Húnavallskóla, Höfðaskóla og Grunnskóla Húnaþings vestra. Forkeppni er haldin í hverjum skóla fyrir sig og mæta því þrír bestu úr hverjum skóla í lokakeppnina. Gert er ráð fyrir því að keppnin taki um 2 klukkustundir. Bekkjarfélagar keppenda, foreldrar og aðrir aðstandendur eru boðnir sérstaklega velkomnir.
Lesa meira

Nemendaskápar fyrir 8.-10. bekk

Loksins eru skáparnir komnir upp og tilbúnir til notkunar. Skáparnir eru fyrst og fremst ætlaðir til þess að geyma skólabækur, námsgögn og síma  sem ekki er verið að nota hverju sinni.  Skáparnir verða númeraðir og fá nemendur lykil að tilteknum skáp til afnota.  Nemendur greiða 1.000 krónur fyrir lykil sem þeir fá endurgreiddar að vori sé lykli skilað.  Skólinn áskilur sér rétt til leitar í nemendaskápum ef nauðsyn krefur að þeim viðstöddum. Skólinn ber ekki ábyrgð á verðmætum sem geymd eru í skápnum.
Lesa meira

Samverustund í Blönduskóla

Á morgun, fimmtudag, verður samverustund í matsal Blönduskóla.
Lesa meira

Árshátíð Blönduskóla

Föstudaginn 22. febrúar fór árshátíð Blönduskóla fram. Unglingar sýndu leikritið Emil í Kattholti undir stjórn Jófríðar Jónsdóttur og stóðu þau sig með prýði. Við vonum að allir hafi skemmt sér vel og þökkum jafnframt öllum sem lögðu hönd á plóg til að gera þetta að veglegri og flottri árshátíð.
Lesa meira

Framsagnarkeppni 7. bekkjar

Á þriðjudaginn var framsagnarkeppni hjá 7. bekk. Þrír nemendur voru valdir til þess halda áfram í stóru keppnina sem verður 20. mars.
Lesa meira

Brains for Europe: Erasmus+ styrkur til Blönduskóla

Blönduskóli fékk styrk til þess að taka þátt í Erasmus+ verkefni sem heitir „Brains for Europe". Með Erasmus+ gefst menntastofnunum og aðilum sem sinna menntun á öllum skólastigum tækifæri til að auka alþjóðavæðingu í skólastarfi, miðla eigin reynslu og sækja þekkingu til annarra Evrópulanda.
Lesa meira

Grímuballið á öskudaginn

Grímuballið verður á sínum stað á öskudaginn en vinsamlegast athugið breytta tímasetningu.
Lesa meira