Fréttir

Erasmus+ heimsókn

Dagana 5.-9. nóvember komu góðir gestir í Blönduskóla vegna Erasmus+ verkefnis sem skólinn tekur þátt í. Fengu þeir að fylgjast með skólastarfinu og að taka virkan þátt í kennslu.
Lesa meira

Bingó

9. og 10. bekkur Blönduskóla halda bingó í Félagsheimilinu þriðjudaginn 19. nóvember. Húsið verður opnað kl.18:30 og bingóið byrjar kl. 19:00
Lesa meira

Þemadagar

Þemadagar hefjast á morgun og standa fram á föstudag. Þemað í ár er Austur-Húnavatnssýsla. Kennsla verður frá 8:00-12:30 hjá öllum bekkjum og er því engin kennsla eftir hádegi nema hjá þeim unglingum sem aðstoða í íþróttaskólanum og eru í smíða-vali.
Lesa meira

Vináttudagurinn - dagur gegn einelti

Það er margt um að vera í Blönduskóla þessa dagana. Um síðustu helgi var vetrarfrí hjá okkur frá föstudegi til mánudags. Næst komandi föstudag er svo Vináttudagur - dagur gegn einelti en þá munu vinabekkir hittast um morguninn.
Lesa meira

Íþróttadagur Blönduskóla

Íþróttadagur Blönduskóla verður haldinn á morgun fimmtudaginn 10. október. Dagskráin hefst kl. 8:00 á Ólympíuhlaupi ÍSÍ þar sem nemendur og kennarar velja sér vegalengd við hæfi, þ.e. 2,5 km eða 5 km. Skráning í 5 km hlaup er fyrirfram hjá umsjónarkennara vegna tímatöku. Áhersla er lögð á að allir séu með og hver og einn hlaupi á sínum hraða. Allir hafi endurskins merki og klæði sig vel (muna eftir húfu og vettlingum). Að hlaupi loknu fara nemendur upp á pallana í íþróttahúsinu og borða nestið sitt en boðið verður upp á fría mjólk í boði MS.
Lesa meira

Loftlagsverkfall

Nemendur í 7. og 8. bekk slepptu skóla klukkan 11:00 til að gera uppreisn gegn loftslagsbreytingum ásamt öðrum nemendum og starfsfólki skólans. Farin var kröfuganga frá skólanum og gengið upp í sjoppu, niður í búð og svo út á sveitarstjórnarskrifstofu þar sem þau afhentu bæjaryfirvöldum áskorun um að gera betur í loftslagsmálum.
Lesa meira

Fjölskylduganga

Mánudaginn 23. september var farið í fjölskyldugöngu í tengslum við verkefnið ,,Göngum í skólann". Rúmlega 50 þátttakendur af öllum aldri tóku þátt í fjölskyldugöngunni í blíðskapar veðri.
Lesa meira

Valgreinadagar í Reykjaskóla

Sameiginlegir valgreinadagar Blönduskóla, Grunnskóla Húnaþings vestra og Húnavallaskóla fyrir nemendur 8. – 10. bekkjar verða haldnir daga 27. og 28. september í Reykjaskóla. Verkefnið er þróunarverkefni sem skólarnir hafa fengið styrk til að vinna að.
Lesa meira

Gullskórinn afhentur

Á föstudaginn lauk átakinu Göngum í skólann og var gullskórinn eftirsótti afhentur í dag. Keppni var á milli bekkjarhópa og starfsmanna skólans og voru allir mjög duglegir að koma gangandi eða hjólandi í skólann. 88,3% þeirra sem áttu möguleika á að koma gangandi eða hjólandi gerðu það.
Lesa meira

Samræmd próf

Hin árlegu samræmdu könnunarpróf grunnskólanna hófust í gær og hafa nemendur í 7. bekk Blönduskóla þreytt próf í íslensku og stærðfræði í gær og í dag.
Lesa meira