Skólasóknarkerfi ![]() Viðbragðsáætlun vegna fjarvista nemenda Blönduskóla. Skólasókn er sýnileg í Mentor.
|
Ef nemandi er kominn með fleiri en 10 fjarvistadaga sendir umsjónarkennari bréf um ástundun til foreldra/forráðamanna og ræðir síðan við foreldra/forráðamenn.
|
Þrep 15 fjarvistardagar (fjarvistir, veikindi og leyfi) Ef nemandi er kominn með fleiri en 15 veikinda og/eða leyfisdaga sendir umsjónarkennari aftur bréf heim og ræðir síðan við foreldra. Ef 80% eða meira af þessum forfalladögum eru veikindadagar, hringir skólahjúkrunarfræðingur heim og ræðir við foreldra. |
Ef nemandi er kominn með fleiri en 20 fjarvistadaga, boðar umsjónarkennari foreldra til fundar ásamt skólastjórnanda og tekur erindið upp í nemendaverndarráði ef þörf þykir. |
Ef nemandi er kominn með fleiri en 25 fjarvistadaga, boðar skólastjórnandi foreldra til fundar ásamt fræðslustjóra.
|
Ef nemandi er með fleiri en 30 fjarvistadaga, boðar skólastjórnandi foreldra til fundar ásamt fræðslustjóra. Skólastjórnandi greinir nemendaverndarráði skólans um skólasókn nemandans og tilkynnir til barnaverndar.
|
Sé sýnileg þörf nemanda á sérfræðiþjónustu utan sveitafélags s.s. langveik börn eða börn sem þurfa að sækja þjálfun í skemmri eða lengri tíma er tekið tillit til þess við mat á skólasókn.