Snjalltækjareglur fyrir unglingastig

Nemendur og foreldrar samþykkja eftirfarandi reglur:

 • Snjalltæki nemenda eru á eigin ábyrgð, nemendur og forráðamenn eru hvattir til að tryggja tækin. 
 • Við alla notkun tækjanna er sýnd virðing og tillitssemi. 
 • Það er ólöglegt að setja efni s.s. myndir, hljóðskrár og annað á netið nema með upplýstu samþykki. 
 • Þegar bjallan hringir á að vera slökkt á öllum tækjum eða stillt á hljóðlaust. 
 • Tækin eru geymd ofan í tösku eða í körfu hjá kennara. Ekki má hafa tæki í vasa.
 • Þegar kennari leyfir má nota tækin til náms og/eða til að hlusta á tónlist.
 • Ef kennari leyfir nemendum að hlusta á tónlist þarf tónlistin að „rúlla“ 
 • Nemendum er ekki heimilt að hlaða niður efni í gegnum nettenginu skólans. 
 • Engin samskiptaforrit eru opin meðan á kennslu stendur. 
 • Nemendur fara einungis á vefsíður við hæfi aldurs þeirra og þroska.
 • Tækin eru ekki notuð í matsalnum á matmálstímum.
 • Nemendur eru sammála um að nota ekki annarra manna tæki án leyfis.

Þessar reglur eru endurskoðaðar reglulega.