Starfsáætlun skólaársins

Áherslur 2018-2019

Námskrá. Halda áfram að innleiða námsmat á öllum kennslustigum grunnskólans. 

  • Gefið verði eftir nýju einkunnarkerfi. Í öllum bekkjum skólans verður gefin umsögn eftir eftir haustönn en á mið- og unglingastigi verður gefin bæði einkunn og umsögn eftir vorönn
  • Kennarar á unglingastigi fylli inná hæfnikort nemenda yfir allan veturinn og aðrir eftir aðstæðum
  • Innleiðing á nýjum persónuverndarlögum

Betri líðan. Allir eiga að fá tækifæri til þess að líða vel í skólanum.

  • Efla sjálfsmynd unglinga markvisst með fyrirlestrum og sjálfsvinnu t.d. í opinni smiðju
  • Efla félagstarf unglinga
  • Leyfa nemendum að hafa meira um skólastarfið að segja
  • Hafa öfluga lífsleikni-, samskiptafærni-, og félagsfærnikennslu á öllum stigum

Vinnuvernd.

  • Heilsuefling
  • Bæta aðbúnað starfsfólks og nemenda

Þróunarverkefni.

  • Sameiginlegt þróunarverkefni með öðrum skólum í austur- og vestur Húnavatnssýslum í sambandi við teymiskennslu og leiðsagnarmat. Sjá hér