Skólamatur

Skólamáltíðir

Fyrirkomulag skólamáltíðanna

Tveir áskriftarmöguleikar eru í boði fyrir skólamáltíðir:

1. Nemendur eru skráðir í áskrift eina önn. Við mælum sérstaklega með þessu fyrirkomulagi þar sem það er til hagræðingar fyrir alla.

2. Nemendur eru skráðir í mat einn mánuð í senn. Skráning er bindandi og er gert ráð fyrir að greitt sé fyrir allar máltíðir sem nemendur skrá sig í.

Nemendur þurfa að skrá vikudagana sem þeir eru í mat. Börn í 1.-4. bekk greiða 395 krónur fyrir máltíðina og börn í 5.-10. bekk 435 krónur.

Skólamáltíðirnar greiðast fyrirfram, einn mánuð í senn og eru greiðsluseðlar sendir í netbanka foreldra. Þeir sem skráðir eru í mat 5x í viku alla önnina fá 7% afslátt. Þeir sem skráðir eru í mat 4x í viku alla önnina fá 5% afslátt. Þeir nemendur sem kjósa að koma með nesti borða nestið sitt í mötuneytinu. Pöntunum skal skila á bæjarskrifstofu eða í tölvupósti á katrin@blonduos.is